Flokkur:

Kjarni – blátt

Frekari upplýsingar

Ummál 140 × 180 cm

Efni: íslensk ull, ýfð og mýkt

Teppin okkar eru hlý og mjúk og búin til úr 100% ull. Þau eru tilvalin í útileguna, sumarbústaðinn, fyrir framan sjónvarpið eða í kósý hornið á heimilinu. Formin í teppunum eru fengin úr kennimerki fyrirtækisins og minna m.a. á púls eða línurit, stjörnur, jafnvel úlfshöfuð og sviga. En nöfnin á þeim koma úr/frá eðlisfræðilegum hugtökum sem lýsa upphafi, rót, kjarna, orkuflæði, púls o.þ.h.

Til að teppin endist og endist er best að handþvo þau, jafna út og leggja til þerris. Íslenska ullin andar svo vel en á sama tíma er hún sérlega einangrandi, hún er í sérflokki hvað varðar öndun og einangrun.

35.900 kr.